Heims­markaðs­verð á olíu hefur lækkað um tæp 6% í morgun en sam­kvæmt Financial Times má rekja lækkunina til á­kvörðunar Ísrael að hörfa frá því að gera árás á olíu­hreinsunar­stöðvar Íran.

Tunnan af Brent-hrá­olíu, sem er meðal annars notuð í elds­neyti, stendur í 71,6 dölum um þessar mundir en var í kringum 76 dölum rétt fyrir helgi.

Vestur-Texas-fatið féll um 4,4% í morgun og stendur í um 68,63 dölum.

Sam­kvæmt FT spila um­mæli Aya­tollah Ali Khamenei, æðsta klerks Íran, einnig inn í lækkunina en hann þótti fremur hóf­stilltur eftir árás Ísrael.

Khamenei hótaði engum beinum hefndar­að­gerðum og hafa fjár­festar á hrá­vöru­markaði tekið því sem svo að á­standið sé að róast um stund.

Sam­kvæmt greiningar­deild Gold­man Sachs eru fjár­festar hægt og ró­lega að hafa meiri á­hyggjur af of­fram­leiðslu á olíu á næsta ári fremur en á­tökum í Mið-Austur­löndunum.