Öllum starfsmönnum Europris-verslananna hefur verið sagt upp störfum og rekstri þeirra verður hætt að loknum rýmingarsölum sem hefjast í dag. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Matthías Sigurðsson framkvæmdastjóri vildi þó ekki staðfesta að fyrirtækið hyggðist hætta rekstri í samtali við blaðið í gærkvöld en sagði að það myndi skýrast í dag.