Ís­lenska hátækni­fyrir­tækið Controlant hefur þurft að ráðast í enn eina hóp­upp­sögnina en fyrir­tækið sagði upp um átta­tíu starfsmönnum í nóvember í fyrra og síðan var um 150 starfsmönnum sagt upp störfum í ágúst­mánuði.

Sam­kvæmt mbl.is var fjölda milli­stjórn­enda sagt upp en að sögn Morgun­blaðsins var um fimmtíu manns var sagt upp störfum í dag. Von er á tilkynningu frá fyrirtækinu í hádeginu í dag.

Controlant lauk í byrjun nóvember­mánaðar um 35 milljóna dala fjár­mögnun, sem sam­svarar um 4,8 milljörðum króna á gengi dagsins.

Fjár­mögnunin samanstóð af 25 milljóna dala hluta­fjáraukningu og 10 milljóna dala láns­fjár­mögnun.

Fjár­mögnunin var í samræmi við samþykkt hlut­hafa­fundar þann 17. október sl., þar sem stjórn Controlant fékk heimild til út­gáfu nýrra hluta til að styðja við framtíðará­form félagsins.

Í fjár­festa­kynningu fyrir hluta­fjárút­boðið var greint frá því að út­lit væri fyrir það að tekjur félagsins myndu dragast saman um 60% á þessu ári.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í maí lækkaði tekju­spá félagsins fyrir næstu 16 mánuði um 9 milljarða króna en fyrir­tækið hefur verið að bregðast við breyttum for­sendum eftir sam­drátt í Co­vid-verk­efnum.