Hugh Short, forstjóri Pt. Capital, stærsta einstaka hluthafa Nova, segir að fjárfestingarfélagið sé opið fyrir að gefa eftir sæti í stjórn fjarskiptafélagsins á hluthafafundinum fer fram í næstu viku.
Stjórn Nova boðaði nýlega til hluthafafundar þann 2. nóvember næstkomandi. Hugh, sem er stjórnarformaður Nova, segir að fundurinn þjóni þrennum tilgangi.
Í fyrsta lagi vilji stjórnin uppfæra samþykktir félagsins svo að þær samræmist betur skráðu félagi. Í öðru lagi leggur stjórnin til að komið verði á fót tilnefningarnefnd með það í huga að fá inn öfluga einstaklinga með breiða þekkingu í stjórnina. Í þriðja lagi fer fram stjórnarkjör þar sem nýjum hluthöfum gefst tækifæri á að kjósa einstaklinga í stjórnina. Frestur til bjóða sig fram til stjórnar Nova rennur út kl. 16 á föstudaginn, 28. október.
Stjórn Nova skipa í dag:
- Hugh Short, stjórnarformaður
- Hrund Rudólfsdóttir
- Jón Óttar Birgisson
- Tina Pidgeon
- Kevin Payne
Hugh er óviss hvort stjórn Nova taki breytingum á hluthafafundinum í byrjun nóvember en reiknar með að Nova verði í það minnsta með tilnefningarnefnd fyrir aðalfund næsta vor.
Hann tekur einnig fram að Pt. Capital sé opið fyrir því að gefa eftir sæti í stjórninni en þrír af sitjandi fimm stjórnarmönnum eru á vegum sjóðsins. Ásamt Hugh Short situr Kevin Payne, fjárfestingarstjóri hjá Pt. Capital, í stjórninni sem og Tina Pidgeon, sjálfstæður ráðgjafi sem tengist einnig bandaríska sjóðnum.
„Framtíð Nova er björt og ég elska fyrirtækið. Ég tel að við komum með ákveðna þekkingu að borðinu sem geti hjálpað Nova. Frá mínu sjónarhorni, hefur það að vera áfram inni í Nova hjálpað okkur að mynda sambönd við nýja fjárfesta. Að vera í stjórninni styður mjög vel við markmið okkar að vera hluti af íslensku atvinnulífi. Það væri mér heiður að starfa áfram sem stjórnarformaður en það er ekki mitt að ákveða það.“
Stærstu hluthafar Nova 30. sept 2022
Hlutur í % | ||||||||
11,12% | ||||||||
7,79% | ||||||||
6,39% | ||||||||
3,30% | ||||||||
3,19% | ||||||||
2,89% | ||||||||
2,83% | ||||||||
2,38% | ||||||||
2,32% | ||||||||
2,25% | ||||||||
2,11% | ||||||||
1,99% | ||||||||
1,92% | ||||||||
1,83% | ||||||||
1,80% | ||||||||
1,79% | ||||||||
1,62% | ||||||||
1,62% | ||||||||
1,35% | ||||||||
1,29% | ||||||||
38,20% |
Viðtalið við Hugh Short má finna í heild sinni hér. Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 20. október 2022.