Orkan lækkaði í dag verð á eldsneyti um 9 krónur. Verð á bensínlítra hjá Orkunni er nú 203,6 krónur eftir breytingar og verð á dísillítra er 204,1 króna.
Algengt verð á öðrum stöðvum er tæplega 213 krónur, samkvæmt upplýsingavefnum Keldan.is
Í tilkynningu um lækkunina frá Orkunni segir að félagið hafi í næstum eitt ár lofað Orkulyklahöfum Orkuvernd þar sem félagið lofar að bregðast hratt við með því að bjóða lægsta verðið á eldsneyti. „Viðskiptavinir Orkunnar geta hér eftir sem hingað til vænst viðbragða við markaðsaðstæðum og treyst á verðstefnu félagsins.“ Svokallaður Ofurdagur Orkunnar er í dag, að því er kemur fram í tilkynningunni, þar sem orkulyklahafa fá 5 krónu afslátt.
Uppfært kl 10:20: Sagt var að aðrar bensínstöðvar hafi ekki lækkað verð hjá sér. Samkvæmt Keldan.is hefur Atlantssolía nú einnig lækkað verð hjá sér um rúmlega 9 krónur.