Vegna orkuskorts mun nýtt gervigreindargagnaver íslenska félagsins AI Green Cloud í Ölfusi kaupa raforku á smásölumarkaði.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir þetta endurspegla þær miklu áhyggjur sem hann hafi af stöðu raforkumála hérlendis.

„Við finnum það í öllu sem við erum að gera í verðmætasköpun hér, að aðgengið að orku er að verða helsti flöskuhálsinn," segir hann. „Þar með drögum við sem þjóð úr hagvexti og þar með velferð."

„Orðræðan sem miðar að því að tala niður stóra orkunotendur eins og þeir séu afætur á þjóðinni er forkastanleg," segir Elliði. „Öllum má ljóst vera að án þessara stóru orkunotenda hefði rafvæðingin aldrei orðið af því afli sem við nú þekkjum.

Það er því afar mikilvægt að tryggja aukið aðgengi að hreinni, endurnýjanlegri orku og að vöxtur uppsetts afls sé viðvarandi, þannig að hægt sé að styðja við vöxt og þróun verðmætasköpunar, svo ekki sé nú minnst á mikilvægi þess að tryggja heimilum landsins orku á hagstæðu verði.”

Nánar er fjallað í málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geti lesið fréttina í heild hér.