Eftir nokkurra ára þróunarvinnu verður snjallbúnaður OZ Sports, sem er stýrt af Guðjóni Má Guðjónssyni, bráðlega innleiddur á helstu fótboltavöllum landsins. Vélbúnaðurinn inniheldur upptökubúnað sem krefst ekki tökumanna.
Meðal fjárfesta á bak við OZ Sports eru Marc Merrill, stofnandi Riot Games og höfundur League of Legends leiksins, Thomas Vu frá Riot Games, Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, David Wallerstein, upplifunarstjóri hjá kínverska tæknifyrirtækinu Tencent, ásamt öðrum fjárfestum úr heimi íþrótta- og tölvuleikjaiðnaðarins.
Viðskiptamódel OZ Sports byggir á samningum við rétthafa íþróttadeilda. Fyrirtækið annast rekstur OZ Smart Stadium búnaðarins á þeim völlum sem viðkomandi deildir eru spilaðar á. OZ nýtir gervigreindartækni til að hámarka upplifun áhorfenda og aðstoða helstu hagsmunaaðila við að auka verðmæti íþróttaviðburðanna.
OZ Sports hefur einnig byggt upp næga framleiðslugetu til að sinna pöntunum frá stærri mörkuðum og stefnir nú á Evrópumarkað með uppsetningu á hundruðum valla á næstunni. Uppsetningar eru unnar og stýrt frá höfuðstöðvum á Íslandi.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun um OZ Sports í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær, 13. október 2022.