Ætla má að norska fyrirtækið Visma hafi greitt 638 milljónir króna fyrir 51% hlut í íslenska hátæknisprotanum Payday sumarið 2023. Þar af leiðandi nam verðmat Payday um 1,3 milljörðum króna í viðskiptunum.

Ætla má að norska fyrirtækið Visma hafi greitt 638 milljónir króna fyrir 51% hlut í íslenska hátæknisprotanum Payday sumarið 2023. Þar af leiðandi nam verðmat Payday um 1,3 milljörðum króna í viðskiptunum.

Fyrir söluna átti Divot ehf. 95% hlut í Payday og Íslandsbanki 5%. Í ársreikningi Payday fyrir árið 2023 kemur fram að eftir söluna á Divot 49% hlut í félaginu á móti Visma. Í ársreikningi Divot fyrir síðasta ár má svo sjá að félagið fékk 576 milljónir króna fyrir sölu á 46% hlut í Payday. Má því ætla að Íslandsbanki hafi fengið um 63 milljónir króna fyrir 5% hlut sinn í fyrirtækinu.

Björn Hreiðar Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Payday, á 62% hlut í Divot og Gunnar Gils Kristinsson, tækniþróunarstjóri Payday, á 29% hlut.

Payday var stofnað árið 2017 og býður smærri fyrirtækjum upp á bókhaldskerfi og launabókhald í skýinu. Auk þess sér Payday um sjálfvirk samskipti við íslensku bankana, skattyfirvöld og er samþætt við sölukerfi eins og WooCommerce og Shopify. Fyrirtækið stefnir einnig á aukna þróun með Payday Greiðslur, gervigreindarvirkni í afstemmingu og uppgjöri.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.