Flug­fé­lagið Play hefur hafið miða­sölu á á­ætlunar­flugi til borgarinnar Faro í Portúgal en sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá flug­fé­laginu verður fyrsta flugið laugar­daginn 12. apríl.

Flogið verður tvisvar í viku, á laugar­dögum og mið­viku­dögum til 29. októ­ber.

Flug­fé­lagið Play hefur hafið miða­sölu á á­ætlunar­flugi til borgarinnar Faro í Portúgal en sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá flug­fé­laginu verður fyrsta flugið laugar­daginn 12. apríl.

Flogið verður tvisvar í viku, á laugar­dögum og mið­viku­dögum til 29. októ­ber.

„Faro er höfuð­borg Al­gar­ve-héraðs og er flug­völlurinn í um 15 mínútna fjar­lægð frá borginni með bíl. Borgin er hvað þekktust fyrir nær­liggjandi strand­lengjuna, sjávar­rétta­veitinga­staðina og alda­gamla byggingar­list. Í ná­grenni Faro má finna stór­kost­leg úti­vistar­svæði, mikil­feng­legt lands­lag og ein­stakt dýra- og gróður­líf. Nætur­lífið í Faro hefur einnig sinn sjarma og er það vel sótt af nem­endum sem stunda há­skóla­nám í borginni,“ segir í til­kynningu frá Play.

Faro er fjórði á­fanga­staður flug­fé­lagsins sem til­heyrir Portúgal en fyrir flýgur Play til borganna Lissabon og Porto og mun hefja flug til portúgölsku eyjunnar Madeira í haust.

„Við erum með þá stefnu að vera leiðandi í flugi til sólar­landa­á­fanga­staða frá Ís­landi og nýjasti á­fanga­staðurinn okkar, Faro, er enn ein við­bótin við þá glæsi­legu á­ætlun sem við bjóðum til sól­ríkra landa í suður­hluta Evrópu. Ís­lendingar hafa tekið vel í sólar­landa­flugin okkar og ég á ekki von á öðru en að ævin­týra­legt um­hverfi Faro hljómi vel í eyrum veður­barinna Ís­lendinga,” segir Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play.