Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til flugvallarins Dulles Washington (Dulles International Airport) í Bandaríkjunum. Fyrsta flug PLAY til Dulles Washington verður 26. apríl 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Flogið verður alla daga vikunnar. Þetta er fjórði áfangastaður Play í Bandaríkjunum en hinir þrír eru Boston, Baltimore/Washington D.C. og New York.
Play hóf að fljúga til Baltimore/Washington flugvallar í apríl á þessu ári og vegna mikillar eftirspurnar, sérstaklega meðal tengifarþega, var ákveðið að styrkja stöðu Play á svæðinu og bæta þessum nýja áfangastað við leiðakerfið, að því er kemur fram í tilkynningu.