Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 11,7% í sextán viðskiptum í dagsem nema samtals 2 milljónum króna. Gengi hlutabréfa flugfélagsins stendur nú í 0,64 krónum á hlut.
Til að sitja það í samhengi var dagslokagengi Play síðast í 0,64 krónum þann 12. mars síðastliðinn og hafði þá aldrei verið lægra.
Hlutabréfaverð Play hefur alls lækkað um 30% frá þýí að flugfélagið tilkynnti um að fjárfestahópur sem hafði í síðasta mánuði boðað yfirtökutilboð á tilboðsverðinu 1,0 krónu á hlut, hefði fallið frá áformunum
Samhliða tilkynnti félagið um það hefði tryggt sér áskriftarloforð upp á 2,4 milljarða króna vegna áformaðrar útgáfu breytanlegra skuldabréfa. Gjalddagi breytanlegu skuldabréfanna er 24 mánuðum eftir útgáfudag. Breytanlegu skuldabréfin munu bera 17,5% fasta vexti. Skuldabréfaeigendum heimilt að umbreyta þeim í hlutabréf á genginu 1,0 króna á hlut.
Eigendur skuldabréfanna munu eignast kauprétt á 30% hlut í dótturfélagi Play, Fly Play Europe.