Flugfélagið PLAY flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8% aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega.

Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6%, sem er met í einum mánuði hjá PLAY en um er að ræða 2,7% aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9%.

Flugfélagið PLAY flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8% aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega.

Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6%, sem er met í einum mánuði hjá PLAY en um er að ræða 2,7% aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9%.

Í tilkynningu frá PLAY segir jafnframt að af þeim 32 áfangastöðum sem flugfélagið flýgur til voru 22 þeirra með 90% sætanýtingu. Stundvísi félagsins var þá 91,5% og hefur PLAY nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð.

„Við erum svakalega stolt af þessari metsætanýtingu í ágúst. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY.

Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára.