Stefan Zweig var einn þekktasti rithöfundur veraldar á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Honum fannst það heillandi að Paschinger Schlössl, heimili hans í Salzburg, sem byggt var á 17. öld og stækkað mjög á þeirri nítjándu, stóð við rætur Alpanna og var óaðgengilegt bílum.

Bílakónginn Wolfgang Porsche, afkomandi Ferry Porsche, keypti villu Zweig árið 2020 fyrir 1,2 milljarða króna. Fyrir honum er þessi einangrun mikill galli sem krefst dýrrar lausnar. Hálfs kílómetra langra einkaganga gegnum fjall að risastóru neðanjarðar bílskýli.

Stefan og Friderike Zweig fyrir utan heimili sitt í Salzburg. Þau bjuggu í villunni frá 1919-1934.

Gangnagerðin hefur vakið mikla athygli og er orðið að pólitísku deilumáli. Þeir sem andvígir eru segja það sýna að ríkt fólk búi við allt aðrar reglur en aðrir – jafnvel í borg sem ber sig með hátíðleika vegna óperuhátíða og menningar. Evrópskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið og Wall Street Journal gerði það fyrr í vikunni.

„Salzburg er til vegna auðugs fólks“

Doris Rüggeberg, nágranni Porsche, segist ánægð með að villan sé endurnýjuð.
„Salzburg er sú borg sem hún er vegna þess að auðugt fólk byggði öll þessi glæsilegu hús sem við öll dáumst að,“ segir hún.

En á tímum þar sem húsnæðiskostnaður hækkar stöðugt hafa jarðgöngin vakið reiði meðal vinstrisinnaðra íbúa.

Villa Stefan Zweig í Salzburg, sem nú er í eigu Wolfgang Porsche.

Maike Cyrus, sem sækist eftir sæti í stúdentaráði við háskólann í Salzburg, bendir á hversu óréttlátt það virðist að auðugur einstaklingur fái að nýta sér pólitísk sambönd og fjármagn til að framkvæma „siðferðilega vafasamt verkefni.“

Framkvæmdin fékk fljóta afgreiðslu

Fyrir um ári fékk Porsche leyfi frá fyrrverandi borgarstjóra – fulltrúa Íhaldsflokksins – til að grafa bílakjallara fyrir allt að 12 bíla undir Kapuzinerberg-fjallið og tengja hann við villuna. Göngin áttu að liggja frá bílastæði í eigu borgarinnar, sem er við rætur fjallsins.

En málið tók nýja stefnu þegar Kommúnistaflokkur Austurríkis náði miklu fylgi af Íhaldsflokknum í borgarstjórnarkosningum í mars, með því að leggja áherslu á aukinn húsnæðiskostnað.

Enn kommarnir voru eru ekki helstu andstæðingar gangna Porshce, heldur Græningjar sem tóku sér stöðu gegn framkvæmdunum og spyrja hvort Porsche hafi greitt of lágt verð fyrir leyfið.

„Ég held að það sem vekur furðu fólks sé að einkaaðili megi grafa inn í fjall,“ sagði Ingeborg Haller, sem leiðir flokk Græningja í borgarstjórninni

Hún setur einnig út á þá upphæð sem Porsche greiddi bænum fyrir leyfið til að bora í gegnum fjallið - 40.000 evrur eða 5,8 milljónir króna. Heildarkostnaður við framkvæmd Porsche er talinn nema um 10 milljónum evra, 1,5 milljarði króna, samkvæmt heimildum dagblaðinu Salzburger Nachrichten.

Nálægt þekktasta útsýnisstað borgarinnar

Villan, sem liggur á Kapuzinerberg-fjallinu við hlið Kapúsínaklaustursins, stendur við einn mest myndaða útsýnisstað borgarinnar – yfir kirkjuturna, virki og Alpana í fjarska.

Stefans Zweig sem bauð heimsfrægum rithöfundum á borð við James Joyce og Thomas Mann í heimsókn í villuna. Hann lýsti því sem hluta af töfrum hússins að það væri ófært með bíl.

Zweig var innblástur fyrir kvikmyndina The Grand Budapest Hotel eftir Wes Anderson, sem sótti einkenni þessarar úreldu, týndu Mið-Evrópu sem Zweig syrgði svo mjög eftir að nasisminn komst til valda og yfirtók Evrópu.

Mögulegar málamiðlanir

Eitt hugsanlegt skref í átt að sátt væri að gera göngin opin almenningi en Porsche hefur sjálfur lagt fram þá hugmynd.

Til þess að framkvæmdir megi hefjast þarf að breyta aðalskipulagi borgarinnar – og sú breyting fer í atkvæðagreiðslu í borgarstjórn í maí.

Borgarstjórinn Bernhard Auinger og jafnaðarmenn eru óákveðnir. Til hægri eru þeir sem styðja framkvæmdina, en til vinstri Græningjar og Kommúnistar sem telja hana ranga nýtingu á borgarlandi.

Þá flækir það málið enn frekar að borgarstjórinn Auingers sat áður í stjórn eignarhaldsfélags Porsche sem fulltrúi starfsfólks. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni víkja sæti við atkvæðagreiðsluna.

„Þegar ríkt fólk biður – þá gerist eitthvað“

Það sem pirrar marga íbúa er hversu hratt málið fór í gegn á meðan opinberar samgöngubætur dragast árum saman.

„Þegar ríkt fólk biður um eitthvað þá hreyfir borgin sig. En þegar kemur að almenningssamgöngum þá er allt skyndilega mjög erfitt,“ skrifaði hönnuðurinn Nicol Makula á samfélagsmiðla.

Heimilið í Austurríki

Villan í Salzburg verður ekki aðalheimili Wolfgang Porsche. Hann býr í 600 ára gömlum sveitabær við Zell am See. Þar geymir hann yfir 40 klassíska bíla – m.a. Porsche 911 Turbo S frá 1993 og opinn 356 frá 1952 sem var aðeins smíðaður fyrir Ameríkumarkað.

Porsche nýtur þess að aka bílum sínum í dögun um snúnar fjallaleiðir, einkum upp að Grossglockner – hæsta tindi Austurríkis.

Margir íbúar eru þó hlynntir verkefninu og segja umræðuna hafa farið úr böndunum. „Þetta eru öfundarstjórnmál,“ segir Hans Peter Reitter, fyrrverandi bankastjóri.

„Það er hálf vandræðalegt í borg eins og Salzburg þegar við höfum alvarlegri vandamál að glíma við.“

Auðævi Wolfgangs Porsche

Wolfgang Heinz Porsche, fæddur árið 1943, er yngsti sonur Ferry Porsche, sem stofnaði sportbílaframleiðandann Porsche ásamt föður sínum Ferdinand – hönnuði Volkswagen Bjöllunnar.

Wolfgang hefur setið í stjórn Porsche Automobil Holding SE síðan 2007 og verið formaður stjórnar frá 2015. Áður hafði hann setið í stjórn Dr. Ing. h.c. F. Porsche AG frá árinu 1978. Þar með hefur hann verið stjórnarmaður innan Porsche-veldisins í yfir 45 ár.

Eru eignir hans metnar à 1,5-2 milljarða evra, eða allt að 300 milljarða króna.

Ferdinand Alexander Porsche, eða Ferry, hannaði Porsche 911 sem var frumsýndur árið 1963. Bíllinn átti að heita 901 en Peugeot átti einkarétt í Frakklandi á þriggja stafa númerum með 0 í miðjunni.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fjölskyldan á eignarhaldsfélagið Porsche Automobil Holding SE. Félagið á í dag 31,9% hlutafjár í Volkswagen AG, en er að það fer með 52,2% atkvæðarétt í fyrirtækinu.

Þetta felur í sér að Porsche- og Piëch-fjölskyldurnar – sem saman mynda eina ætt – stjórna raunverulega stærsta bílaframleiðanda Evrópu, þrátt fyrir að eiga minna en helming hlutafjár.

Ástæða þess er tvískipt hluthafakerfi í VW AG, þar sem til eru bæði venjulegir hlutir og forgangshlutur með mismunandi atkvæðisrétti. Porsche SE á nær eingöngu venjulega hluti, sem veita fullan atkvæðarétt, á meðan aðrir fjárfestar, m.a. ríkið í Neðra-Saxlandi og olíusjóður Katar, halda á minni hlutfalli atkvæða miðað við hlutafé.

Þannig hefur Wolfgang Porsche – fyrir hönd fjölskyldunnar – lykiláhrif á stefnu bæði Porsche AG og Volkswagen Group, sem saman ná til yfir 12 vörumerkja, selja meira en 9 milljónir ökutækja árlega og hafa um 700.000 starfsmenn á heimsvísu.

Þó Wolfgang hafi dregið sig að nokkru til baka vegna aldurs og heilsufars, gegnir hann enn embætti stjórnarformanns í Porsche SE.

Wolfgang-Porsche (til hægri) ásamt bræðrum sínum og föður í Porsche Typ 550 Spyder.
Wolfgang (liggjandi) ásamt föður sínum Ferry í Le Mans árið 1956.
Wolfgang Porsche tók fyrst sæti í stjórn Porsche árið 1978 og situr enn.
Wolfgang Porsche (fremstur) ásamt bræðrum sínum Hans Peter og Ferdinand Alexander og föðurnum Ferry.
Porsche 356 í amerískri útgáfu.