Prada hefur tilkynnt að það muni kaupa vörumerkið Versace af tískusamsteypunni Capri Holdings fyrir 1,38 milljarða dala. Greint var frá samningnum í dag og hefur WSJ einnig staðfest fyrirhuguðu kaupin.

Viðskiptastríð Trump hefur valdið mikilli ókyrrð á Wall Street og hafa mörg fyrirtæki neyðst til að taka stórar ákvarðanir en smásöluiðnaðurinn hefur verið í einstaklega erfiðri stöðu.

Versace, sem var stofnað fyrir rúmlega 40 árum, er ítalskt tískuvörumerki sem er þekkt fyrir áberandi hönnun. Í síðasta mánuði tók Capri Dario Vitale við af Donatella Versace sem yfirmaður nýsköpunar hjá Versace-vörumerkinu.

Capri Holdings, sem er einnig á bak við lúxusvörumerkin Michael Kors og Jimmy Choo, gerði 2,1 milljarðs dala samning til að kaupa Versace árið 2018.