Fæðubótarfyrirtækið David Protein, sem hefur vakið athygli vestanhafs fyrir prótínstykki sín, hefur nú stigið óvænt skref og hafið sölu á frosnum þorskflökum.
Fyrirtækið hóf sölu á prótínstöngum síðastliðið haust og hefur á þeim tíma byggt upp stóran hóp aðdáenda. Þrátt fyrir vinsældir hafa sumir þó gagnrýnt félagið fyrir að selja mikið unnar vörur.
Nýjasta varan, fjögur stykki af villtum Kyrrahafsþorski, er að sögn félagsins veidd með sjálfbærum hætti og er seld á netinu fyrir 55 dali. Til samanburðar kostar kassi af 12 prótínstykkjum 39 dali. Þorskflökin eru einnig komin í hillur verslana Happier Grocery í New York.
Peter Rahal, meðstofnandi og framkvæmdastjóri David Protein, er maðurinn á bakvið þetta óhefðbundna skref. Rahal er þekktur úr matvælageiranum en hann stofnaði áður RXBAR og seldi það til Kellogg fyrir 600 milljónir dala.
Í samtali við Wall Street Journal sagði Rahal að markmiðið með sölu á frosnum fiski væru að standa við upprunaleg gildi fyrirtækisins; að færa neytendum hágæða prótínríkan mat – hvort sem í formi prótínstykkja eða ferskra sjávarafurða.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.