Hugh Short, forstjóri Pt. Capital segir fjárfestingarfélagið frá Alaska líti á eftirstandandi 11% hlut sinn í Alaska sem langtímafjárfestingu. Hann blæs á kjaftasögur um að Pt. Capital hyggist selja sig út úr Nova á næstunni.
„Ég hef heyrt að sumir fjárfestar bíði nú eftir að við seljum okkur út úr Nova. Við ætlum ekki að selja á næstunni þó að við gætum það, þar sem sölubanninu (e. lock-up period) er lokið. Ég tel að þetta sé góð fjárfesting fyrir okkur. Ég sé fram á við munum fylgja eftir félaginu, að minnsta kosti næstu tvö árin,“ segir Hugh og tekur jafnframt fram að Pt. Capital sé enn stærsti einstaki hluthafinn í Nova.
„Mín skilaboð til íslensks atvinnulífs eru að Pt. Capital er ekki að yfirgefa Nova.“
Viðtal við Hugh Short má finna í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Hann ræðir um þróun á hlutbréfaverði Nova, komandi hluthafafund og svarar fyrir gagnrýni á frumútboð fjarskiptafélagsins í sumar.