Hagnaður endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC) á Íslandi nam 271 milljón króna á síðasta fjárhagsári, sem lauk í júní. Til samanburðar hagnaðist félagið um 291 milljón króna ári áður. Stjórn félagsins leggur til að greiddar verða út 260 milljónir í arð.
Tekjur PwC á Íslandi, sem starfrækir skrifstofur á sex stöðum, jukust um 5,9% á milli ára og námu 2,2 milljörðum króna.
Laun og launatengd gjöld námu 1.533 milljónum og jukust um 95 milljónir á milli ára. Ársverk voru 113 á síðasta fjárhagsári samanborið við 106 á fyrra ári.
Eignir félagsins voru bókfærðar á 1.067 milljónir króna í lok síðasta árs og eigið fé nam 350 milljónum.
Fyrir rúmum mánuði síðan var tilkynnt um að Ljósbrá Baldursdóttir hefði verið ráðin forstjóri PwC á Íslandi. Hún tók við stöðunni af Friðgeiri Sigurðssyni sem starfar áfram innan félagsins sem yfirlögfræðingur og sérfræðingur í skatta- og fyrirtækjalögfræði.