Veitingastaðir McDonald’s í Bandaríkjunum hafa hafið sölu á Quarter Pounder-hamborgurum sínum á ný eftir að hafa fjarlægt þá af matseðlinum vegna E.coli-sýkingar um síðustu helgi.

Sýkingarnar áttu sér stað á veitingastöðum skyndibitakeðjunnar í Colorado og Nebraska og voru hann að minnsta kosti einum að bana.

Af þeim 18 einstaklingum sem Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) ræddi við höfðu 14 pantað sér Quarter Pounder-máltíð. Í kjölfarið var ákveðið að fjarlægja hamborgana af matseðlinum á um fimmtungi veitingastaða í Bandaríkjunum.

„Málið virðist tengjast tilteknu innihaldsefni frá tilteknu svæði og við erum mjög viss um að allar mengaðar vörur sem tengjast þessu smiti hafi verið fjarlægðar úr birgðakeðjunni okkar,“ segir Cesar Pina, framkvæmdastjóri birgðakeðju McDonald‘s í Norður-Ameríku.

CDC hefur ráðlagt þeim sem hafa borðað Quarter Pounder-hamborgarann og sýna einkenni að leita til læknis. McDonald‘s á þar að auki enn yfir höfði sér málsókn frá nokkrum af þeim einstaklingum sem sýktust.