Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum.
Samkvæmt tilkynningu frá matvælaráðunyetinu gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr.
Segir á vef stjórnarráðsins að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og tekur mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Ákvörðunin byggir á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda.
Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum liggja fyrir tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða. Er það annars vegar umsókn frá Hvali hf. um leyfi til veiða á langreyði og hins vegar ein umsókn um heimild til hrefnuveiða.
Mun þar vera um að ræða Þórð Steinar Lárusson á skipinu Deili GK að því er fram kom á visir.is fyrir fimm dögum. Þar sagði að Þórður hefði stundað veiðar á hrefnu á árunum 2009 til 2014.