Rafverktakafyrirtækið Rafholt hagnaðist um 351 milljón króna á síðasta ári og nærri tvöfaldaði hagnað frá fyrra ári.

Félagið velti tæplega fjórum milljörðum króna í fyrra og jókst veltan um nærri þriðjung á milli ára.

Stjórn félagsins leggur til að 335 milljónir verði greiddar út í arð til hluthafa á þessu ári vegna síðasta rekstrarárs.

Lykiltölur / Rafholt

2023 2022
Tekjur 3.982  3.016
Eignir 976 903
Eigið fé 631  480
Afkoma 351  179
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.