Jólagarðurinn ehf., félag utan um rekstur Jólahússins við Akureyri sem selur ýmsa gjafavöru tengda jólunum, tapaði 9 milljónum króna á síðasta ári eftir að hafa verið rekið með 15 milljóna króna hagnaði árið áður. Félagið seldi jólavarning fyrir 143 milljónir en árið áður var salan 4 milljónum hærri.

Það sem útskýrir helst þennan 24 milljóna neikvæða viðsnúning er að rekstrargjöld hækkuðu um 22 milljónir, eða 18% á milli ára. Þar munar mest um að kostnaðarverð seldra vara jókst um 15 milljónir, eða úr 66 milljónum í 81 milljón. Þá jukust laun og launatengd gjöld um 4 milljónir, úr 40 milljónum í 44. Hækkunin skýrist væntanlega af því að árið 2022 var fjöldi ársverka 6,5 en var 6 árið 2021.

Aðrir liðir hækkuðu um 1 milljón eða minna. Fyrir vikið nam rekstrartap 3 milljónum árið 2022, samanborið við 23 milljóna rekstrarhagnað árið 2021.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði