Reitir hefur náð samkomulag um kaup á félaginu Húsið í hverfinu ehf., sem á tæplega 2.500 fermetra skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ sem byggt var árið 2022. Húsnæðið hýsir m.a. skrifstofur Bláa Lónsins og Krambúðina.

Heildarvirði í viðskiptunum er 1.460 milljónir króna og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Reitir hefur náð samkomulag um kaup á félaginu Húsið í hverfinu ehf., sem á tæplega 2.500 fermetra skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ sem byggt var árið 2022. Húsnæðið hýsir m.a. skrifstofur Bláa Lónsins og Krambúðina.

Heildarvirði í viðskiptunum er 1.460 milljónir króna og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Áætlað er að afhending eignarinnar eigi sér stað eigi síðar en 1. september næstkomandi. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt, þar meðal um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana.

Vegin meðallengd leigusamninga hússins er 7,4 ár. Leigutekjur á ársgrunni eru um 110 milljónir króna.

Í tilkynningu Reita segir að kaupin leiði til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 95 milljónir króna á ársgrundvelli þegar tæplega 200 fermetra verslunarrými á jarðhæð hefur verið leigt út.

Framkvæmdum við „Húsið í hverfinu“ að Urriðaholtsstræti 2-4 lauk árið 2022. Bláa lónið flutti skrifstofur stoðsviða félagsins í húsið sama ár.

Seljandi Hússins í hverfinu ehf. er félagið Urriðaholt ehf. sem er í 65% eigu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og 35% eigu Viskusteins ehf., félags í aðaleigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona sem eru gjarnan kenndir við Ikea. Viðskiptablaði fjallaði fyrr í ár um Urriðaholt ehf.

Reitir kynntu um miðjan maímánuð nýja stefnu sem á m.a. að stuðla að auknum vaxtarhraða félagsins á næstu fimm árum. Guðni Aðalsteinsson, sem tók við sem forstjóri Reita í apríl, var í ítarlegu viðtali um stefnuna hjá Viðskiptablaðinu á dögunum.

Reitir tilkynntu á föstudaginn um undirritun rammasamnings við Íslenskar fasteignir um uppbyggingu fimm hjúkrunarheimila með samtals um 400-600 rýmum á næstu árum. Heildarumfang samstarfsins gæti numið 24 til 36 milljörðum króna.