Stjórnir Reita fasteignafélags hf. og Eikar fasteignafélags hf. ákváðu á fundum sínum í dag að hefja viðræður um mögulegan samruna fasteignafélaganna tveggja.

Í tilkynningu segir að félögin hafi ráðið sér ráðgjafa til að vinna að úttektum og áætlun þar um.

„Við blasir að sameining er til þess fallin að bæta rekstrarárangur og auka arðsemi, svo sameinað félag geti verið skýr valkostur þeirra sem vilja njóta reglulegra arðgreiðslna af fjárfestingum sínum.“

Stjórnir Reita fasteignafélags hf. og Eikar fasteignafélags hf. ákváðu á fundum sínum í dag að hefja viðræður um mögulegan samruna fasteignafélaganna tveggja.

Í tilkynningu segir að félögin hafi ráðið sér ráðgjafa til að vinna að úttektum og áætlun þar um.

„Við blasir að sameining er til þess fallin að bæta rekstrarárangur og auka arðsemi, svo sameinað félag geti verið skýr valkostur þeirra sem vilja njóta reglulegra arðgreiðslna af fjárfestingum sínum.“

Fyrir rúmum þremur vikum síðan var greint frá að stjórn fasteignafélagsins Regins hafi gert valfrjálst yfirtökutilboð í Eik fasteignafélag. Í síðustu viku kom svo fram að Brimgarðar hafi ákveðið að samþykkja ekki yfirtökutilboðið en Brimgarðar er stærsti eigandi Eikar. Þá eiga Brimgarðar um 6% hlut í Reitum.

Fram kemur að í ljósi almenns vilja hluthafa beggja félaga að ná fram aukinni rekstrarhagkvæmni og að lokum í ljósi þess að ekki virðist nægjanlegur stuðningur við aðrar hugmyndir að stærri sameiningu á fasteignamarkaði hafi niðurstaðan verið sú að taka upp formlegar viðræður milli stjórna félaganna.

Félögin munu hefja samtal við samkeppnisyfirvöld til að leita leiðsagnar um viðmið sem samkeppnisyfirvöld setja til að tryggja að eðlileg samkeppni verði áfram á viðeigandi mörkuðum.

„Stjórnir félaganna telja umtalsverð tækifæri felast í sameiningu þeirra og að samlegðaráhrifin birtist einkum í aukinni rekstrarhagkvæmni, aukinni sérhæfingu, bættri þjónustu við krefjandi markaði og hraðari tekjumyndun af uppbyggingu þróunareigna. Loks telja stjórnir félaganna að stærra, sérhæfðara og arðsamara félag sé líklegt til að eiga betri og fjölbreyttari kosti um fjármögnun og höfða til breiðari hóps fjárfesta, innlendra sem erlendra,“ segir jafnframt í tilkynningu.