Framleiðslufyrirtækið Sagafilm tapaði 119 milljónum króna í fyrra, samanborið við 22 milljóna hagnað árið 2022. Velta samstæðunnar dróst saman um ríflega 200 milljónir og nam 964 milljónum króna í fyrra.

Í ársreikningi er vakin athygli á að skuldir samstæðunnar við eigendur námu 704 milljónum króna um síðustu áramót og gjaldfalla á yfirstandandi ári. Stjórnendur samstæðunnar vinni nú að skilmálabreytingum skulda við eigendur. Þá hafi stjórnendur unnið að margþættum hagræðingaraðgerðum og skipulagsbreytingum.

Á þeim grundvelli sé það mat stjórnar og stjórnenda að samstæðan sé rekstrarhæf en gangi fyrirætlanir og áætlanir stjórnenda ekki eftir gæti ríkt vafi um rekstrarhæfi samstæðunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.