Meniga-samstæðan, sem skráð er í Bretlandi, skilaði 168 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á fjárhagsárinu 2024 sem lauk í lok mars.
Heildartekjur námu 1,5 milljörðum og drógust saman um ríflega 6% milli ára. Félagið tapaði 382 milljónum á árinu sem má rekja til þess að viðskiptavild, vegna kaupa á sænska fyrirtækinu Wrapp árið 2019, var alfarið færð niður á árinu, samtals um 2,9 milljónir evra (431 milljón króna).
Raj Soni er forstjóri Meniga, en Ásgeir Örn Ásgeirsson, einn þriggja stofnenda, er framkvæmdastjóri viðskiptatengsla.
Meniga
2023 |
---|
1.605 |
-2.415 |
-626 |
644 |