Heilbrigðisvöruframleiðandinn Johnson & Johnson (J&J) hefur náð samkomulagi um kaup á Abiomed fyrir 16,6 milljarða dala í reiðufé, eða sem nemur 2.390 milljörðum króna. J&J áætlar að viðskiptin gangi í gegn fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2023. Abiomed sérhæfir sig í framleiðslu lækningatækja sem snúa að hjartabilun, á borð við bjarg- og gangráð.
Kaupverð J&J miðar við 380 dali á hlut, sem er 50% yfir hlutabréfaverði Abiomed við lokun markaða í gær. Hlutabréf Abiomed hafa hækkað um helming í viðskiptum dagsins.
Hluthafar Abiomed geta einnig fengið viðbótargreiðslu fyrir allt að 35 dali á hlut ef fyrirtækið nær að uppfylla ákveðin markmið í rekstri og á klíníski hlið starfseminnar.
Hlutabréf Johnson & Johnson hafa fallið um 1,6% í dag.