Tveir mánuðir eru liðnir frá því að Íslandsbanki tók yfir 80% hlut í skoðunarfyrirtækinu Frumherja. Samkvæmt lögum er bankanum skylt að selja fyrirtækið aftur jafn skjótt og auðið er, en ekki hefur verið ákveðið nákvæmlega hvenær söluferli á fyrirtækinu hefst. Þó liggur fyrir að það mun gerast á næstu tólf mánuðum samkvæmt svari frá bankanum.
Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja, segir ekki fyrirhugað að gera neinar breytingar á rekstrinum þangað til söluferlið hefst. „Við ætlum bara að standa okkur áfram vel í rekstrinum og hlúa að því sem við erum með. Við erum með gott fyrirtæki í höndunum og ætlum að reyna að bæta það enn frekar,“ segir Orri.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .