Allar helstu hluta­bréfa­vísi­tölur Banda­ríkjanna voru nokkuð stöðugar í við­skiptum gærdagsins en Dow Jones lækkaði um 0,4% á meðan Nas­daq hækkaði um 0,2%. Engin mark­tæk breyting var á S&P 500 vísi­tölunni milli við­skipta­daga.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa til tíu ára hefur verið stöðug síðustu daga og lokaði í 3,908% í gær sem bendir til þess að fjár­festar séu ekki að koma peningum sínum í skjól af ótta við annað gengis­hrun.

Fjár­festar vestan­hafs munu fylgjast náið með verð­bólgu­tölum á mið­viku­daginn en í dag birtist árs­hluta­upp­gjör Home Depot og síðan fylgir Wal­mart eftir á fimmtudaginn.

Upp­gjör verslunar­risanna tveggja mun gefa inn­sýn inn í stöðu neyt­enda í Banda­ríkjunum.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal þá byrjaði við­skipta­vikan frekar ró­lega í gær en það sé hins vegar ljóst að taugar fjár­festa séu þandar og flestir séu að fylgjast mun betur með öllum hag­tölum en oft áður.