Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, hefur nýverið aukið við hlut sinn í félaginu með kaupum á hlutabréfum fyrir tæplega 270 milljónir króna.
Kaupin fóru fram í gegnum Alvogen Lux Holdings S.à.r.l., fjárfestingafélag í eigu Róberts og samstarfsaðila hans, og náðu til 210.000 hluta í Alvotech á genginu 1.277,38 krónur á hlut. Heildarvirði viðskiptanna nemur því um 267,8 milljónum króna.
Alvogen Lux Holdings er næststærsti hluthafi Alvotech og er í eigu fjárfestingasjóðanna Aztiq (30%), sem Róbert fer fyrir, CVC Capital Partners (40%) og Temasek (20%).
Í síðustu viku keypti Róbert í Alvotech fyrir tæplega 402 milljónir króna er hann keypti 320 þúsund hluti á genginu 1.255 krónur á hlut.
Hlutabréfaverð Alvotech hefur hækkað um 25% síðastliðinn mánuð og var dagslokagengið í gær 1.380 krónur.
Alvotech færði afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár upp á við fyrr í mánuðinum og tilkynnti um að stefnt væri að skráningu á Nasdaq-markaðinn í Svíþjóð þann 19. maí næstkomandi.
Alvotech færði afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár upp á við fyrr í mánuðinum og tilkynnti um að stefnt væri að skráningu á Nasdaq-markaðinn í Svíþjóð þann 19. maí næstkomandi.
Félög tengd Róberti, Aztiq Pharma Partners Sárl og Alvogen Lux Holdings Sárl eiga samanlagt um 63% hlut í Alvotech.
Aztiq, fjárfestingafélag sem er að meirihluta í eigu Róberts, er stærsti einstaki hluthafi Alvotech með 33,5% hlut sem er um 139,58 milljarðar króna að markaðsvirði.