Rúss­neska rúblan hefur veikst um 2,2% gagn­vart Banda­ríkja­dal í morgun en frá því að gagn­á­rás Úkraínu­manna hófst gegn Rúss­landi hefur rúblan veikst um 8,6% gagn­vart dal. Einn dalur kaupir nú um 93 rúblur en dalurinn keypti um 84 rúblur í byrjun mánaðar.

Úkraínu­menn greindu frá því í morgun að her­sveitir þeirra hefðu náð þúsund fer­kíló­metrum af rúss­nesku yfir­ráða­svæði.

Um er að ræða stærstu gagn­á­rás úkraínska hersins frá því að inn­rás Rússa hófst fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Sí­fellt fleiri Rússar hafa þurft að yfir­gefa heimili sín í öryggis­skyni meðan Úkraínu­her heldur á­fram sókn sinni í Kúrsk-héraði.

Sam­kvæmt BBC hefur 121 þúsund manns verið gert að yfir­gefa heimili sín.

Vla­dimir Putin Rúss­lands­for­seti hefur lýst á­rásinni sem meiri háttar ögrun og hefur skipað her­sveitum sínum að sparka „ó­vininum út af yfir­ráða­svæðum“ Rússa.