Jákup Jacobsen og Jákup Napoleon Purkhús, eigendur Rúmfatalagersins hafa keypt ráðandi hlut í dönsku húsgagnaversluninni Ilva af Kaupþingi banka. Jafnframt munu þeir eignast kauprétt að þeim hlutum sem eftir standa segir í tilkynningu.

Kaupverðið er trúnaðarmál. Jákup Jacobsen og Jákup Napoleon Purkhús tóku við rekstri Ilva í gær, 1. ágúst. ILVA er næststærsta húsgagnaverslun Danmerkur og rekur sjö stórverslanir, þar af þrjár í Danmörku og á Englandi og eina í Svíþjóð.

"Það er okkur mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að koma að rekstri Ilva. Það eru miklir möguleikar í fyrirtækinu sem við höfum hugsað okkur að nýta til hagsbóta fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Rúmfatalagerinn hefur áratugalanga reynslu í sölu húsgagna og rekstri verslana og sú reynsla mun koma okkur að góðum notum," segir Jákup Jacobsen í tilkynningu.