Rússneska kauphöllin opnar að hluta til í dag, en markaðir hafa verið lokaðir í tæpa sex mánuði eftir að stríðið í Úkraínu hófst.

Rússland lokaði þarlendum mörkuðum í febrúar til að hefta flæði fjármagns út úr landinu á meðan stríðinu stendur.

Samkvæmt tilkynningu rússnesku Kauphallarinnar eru aðeins fjárfestar frá löndum sem teljast "ekki óvinveittar" Rússlandi heimilt að eiga viðskipti með skuldabréf.

Kínverjar og Tyrkir eru líklega á meðal þeirra þjóða, þar sem þau ríki hafa ekki beitt refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna stríðsins.