Rútusamstæðan Pac1501 ehf. tapaði 475 milljónum króna árið 2023 samanborið við 417 milljóna tap árið 2022. Stjórn félagsins segir að síðasta ár hafi verið krefjandi, m.a. út af neikvæðum áhrifum jarðhræringa á Reykjanesskaga á ferðaþjónustuhluta samstæðunnar.

Pac1501, sem er í eigu framtakssjóðsins Horns III í rekstri Landsbréfa, hefur tapað nærri 2,5 milljörðum króna frá því að félagið var stofnað í kringum kaup á Hagvögnum, Hvaleyri og Hópbílum árið 2016. Samstæðan á einnig félögin Reykjavík Sightseeing Invest, sem á m.a. Aiport Direct, og Bus Hostel.

Rútusamstæðan Pac1501 ehf. tapaði 475 milljónum króna árið 2023 samanborið við 417 milljóna tap árið 2022. Stjórn félagsins segir að síðasta ár hafi verið krefjandi, m.a. út af neikvæðum áhrifum jarðhræringa á Reykjanesskaga á ferðaþjónustuhluta samstæðunnar.

Pac1501, sem er í eigu framtakssjóðsins Horns III í rekstri Landsbréfa, hefur tapað nærri 2,5 milljörðum króna frá því að félagið var stofnað í kringum kaup á Hagvögnum, Hvaleyri og Hópbílum árið 2016. Samstæðan á einnig félögin Reykjavík Sightseeing Invest, sem á m.a. Aiport Direct, og Bus Hostel.

Væntingar um umtalsverða aukningu í framlegð

Velta Pac1501 jókst um ríflega 40% milli ára og nam hátt í 8,2 milljörðum króna. Tekjuaukningin skýrist að stórum hluta af kaupum rútusamstæðunnar á öllu hlutafé í GL Iceland ehf., sem heldur utan um starfsemi Gray Line á Íslandi, ásamt 49 hópbifreiðum og lausafjármunum af rútufélaginu Allrahanda ehf. fyrir 830 milljónir króna í ársbyrjun 2023.

Stjórnendur Pac1501 gera ráð fyrir að fjárhagsleg endurskipulagning samstæðunnar á síðasta ári og ofangreind kaup styrki tekjugrundvöll félaga samstæðunnar og bæti rekstrarskilyrði hennar.

Rekstraráætlanir geri ráð fyrir „umtalsverðri“ aukningu í framlegð á árinu 2024 vegna framangreinds, nýrra samninga um akstursþjónustu og breytinga á samstarfssamningum.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér.