Lög­menn stjórn­enda og skipta­stjórar þrota­bús WOW air höfðu komið sér saman um að mál­flutningur föstu­dagsins, í tengslum við greiðslur WOW air til Eurocontrol skömmu fyrir þrot, yrði leiðar­vísir fyrir sam­bæri­leg mál næstu vikurnar en reikna má með að aðal­með­ferð verði lokið í byrjun nóvember. Eurocontrol er milli­ríkja­stofnun sem styður við flug og flug­leið­sögu í Evrópu.

WOW air greiddi 540 þúsund evru reikning sem var kominn yfir gjald­daga í mars­mánuði 2019. Þrota­búið heldur því fram að milli­ríkja­stofnunin hafi verið grand­vís um stöðu WOW air, þrýst á greiðsluna og að stjórn­endur fé­lagsins væru skaða­bóta­skyldir með því að hafa þrýst á að hún yrði innt af hendi.

Lög­maður Eurocontrol, lög­maður Skúla Mogen­sen, stofnanda og for­stjóra WOW air, sem og lög­maður annarra stjórn­enda, höfnuðu þessum mála­til­búnaði al­farið fyrir dómi á föstu­daginn. Þórir Júlíus­son, lög­maður Eurocontrol, krafðist frá­vísunar fyrir hönd Eurocontrol í þriðja sinn en tveir úr­skurðir hafa þegar tekið á frá­vísunar­kröfum Eurocontrol.

Þrátt fyrir að frá­vísunar­kröfunni hafi verið hafnað í tví­gang sagði Þórir að eftir vitna­leiðslur vikunnar og mál­flutning stefn­enda (þrota­bú WOW air) væri til­efni til að endur­skoða fyrri á­kvörðun um frá­vísun eftir aðal­með­ferð, líkt og heimilt er í lögum um með­ferð einka­mála.

Þórir sagði mála­til­búnað þrota­búsins hafa tekið þó nokkrum breytingum síðast­liðið ár en upp­haf­lega hafi verið um venju­legt riftunar­mál að ræða.

Þrota­búið hélt því fram að grand­semi Eurocontrol um stöðu WOW air hefði verið „aug­ljós“ og milli­ríkja­stofnunin hefði „haft í hótunum“ við flug­fé­lagið um að fá greiðsluna og að Skúli Mogen­sen hefði tekið per­sónu­lega á­byrgð á að inna greiðsluna af hendi þar sem hann vissi að van­skil við Eurocontrol fælu í sér van­efndir á samningum við leigu­sala.

„Með stefnunni voru ekki lögð fram nokkur gögn sem vörpuðu ljósi á meint tjón stefnanda [þrotabú WOW ai]),“ sagði Þórir fyrir dómi og bætti við að það virðist á því byggt að Skúli hefði átt að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta löngu fyrir greiðsluna „á ótilgreindum tímapunkti“.

Í kjölfarið var öðrum fyrrverandi stjórnarmönnum WOW air stefnt inn í málið og á því byggt að ekki hafi verið hægt að afmarka ákvarðanatöku um þessa greiðslu til Eurocontrol.

Hægt er að lesa ítar­legri um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um mál­flutning í máli þrotabús WOW air gegn stjórnendum hér.