Danól ehf., sölu- og markaðsfyrirtæki með matvæli sem er í 100% eigu Ölgerðarinnar, stefndi íslenska ríkinu í gær fyrir m. a. að hafa leynt mikilvægum gögnum fyrir Landsrétti er ríkið hafði betur gegn Danól í deilum um tollskráningu á pítsuosti með viðbættri jurtaolíu.
Landsréttur dæmdi íslenska ríkinu í hag eftir áralangar deilur sem hófust er Bændasamtök Íslands og Mjólkursamsalan sóttu að stjórnvöldum um að pítsuosturinn, Festino IQF Mozzarella Pizza Mix, yrði flokkaður í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla, bæði magn- og verðtolla, í stað þess að flokkast í 21. kafla, sem ber enga tolla.
Danól fékk bakreikning upp á hátt í þrjú hundruð milljónir árið 2022 en í ársreikningi Ölgerðarinnar fyrir 2023 kemur fram að yfirskattanefnd samþykkti kröfur Danól að hluta í lok september í fyrra og endurgreiddi ríkið 81 milljón krónur til félagsins.
Fyrirtækið krefst þess í stefnu sinni gegn ríkinu að bindandi álit Skattsins, tollgæslustjóra frá 8. maí 2023, um tollflokkun vörunnar verði ógilt.
Áður en Landréttur dæmdi í málinu höfðu íslenska ríkinu borist ný gögn sem ekki voru lögð fram fyrir dómi né fékk Danól að sjá þau, þrátt fyrir að þau hefðu verulega þýðingu fyrir úrlausn málsins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði