Danól ehf., sölu- og markaðs­fyrir­tæki með mat­væli sem er í 100% eigu Öl­gerðarinnar, stefndi ís­lenska ríkinu í gær fyrir m. a. að hafa leynt mikil­vægum gögnum fyrir Lands­rétti er ríkið hafði betur gegn Danól í deilum um toll­skráningu á pítsu­osti með við­bættri jurta­olíu.

Lands­réttur dæmdi ís­lenska ríkinu í hag eftir ára­langar deilur sem hófust er Bænda­sam­tök Ís­lands og Mjólkur­sam­salan sóttu að stjórn­völdum um að pítsu­osturinn, Festino IQF Mozzarella Pizza Mix, yrði flokkaður í 4. kafla toll­skrárinnar, sem ber háa tolla, bæði magn- og verð­tolla, í stað þess að flokkast í 21. kafla, sem ber enga tolla.

Danól fékk bak­reikning upp á hátt í þrjú hundruð milljónir árið 2022 en í árs­reikningi Öl­gerðarinnar fyrir 2023 kemur fram að yfir­skatta­nefnd sam­þykkti kröfur Danól að hluta í lok septem­ber í fyrra og endur­greiddi ríkið 81 milljón krónur til fé­lagsins.

Fyrir­tækið krefst þess í stefnu sinni gegn ríkinu að bindandi álit Skattsins, toll­gæslu­stjóra frá 8. maí 2023, um toll­flokkun vörunnar verði ó­gilt.

Áður en Land­réttur dæmdi í málinu höfðu ís­lenska ríkinu borist ný gögn sem ekki voru lögð fram fyrir dómi né fékk Danól að sjá þau, þrátt fyrir að þau hefðu veru­lega þýðingu fyrir úr­lausn málsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði