Danól ehf., sölu- og markaðsfyrirtæki með matvæli sem er í 100% eigu Ölgerðarinnar, stefndi íslenska ríkinu í gær fyrir m. a. að hafa leynt mikilvægum gögnum fyrir Landsrétti er ríkið hafði betur gegn Danól í deilum um tollskráningu á pítsuosti með viðbættri jurtaolíu.
Landsréttur dæmdi íslenska ríkinu í hag eftir áralangar deilur sem hófust er Bændasamtök Íslands og Mjólkursamsalan sóttu að stjórnvöldum um að pítsuosturinn, Festino IQF Mozzarella Pizza Mix, yrði flokkaður í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla, bæði magn- og verðtolla, í stað þess að flokkast í 21. kafla, sem ber enga tolla.
Danól fékk bakreikning upp á hátt í þrjú hundruð milljónir og segir í stefnunni að tollskráning vörunnar gerði innflutning hennar til landsins ómögulega þar sem álagning hárra gjalda leiddi til þess að enginn ávinningur var af því að selja hana.
Áskrifendur geta lesið umfjöllun Viðskiptablaðsins hér en þar er farið yfir þau víðamiklu gögn sem litu ekki dagsins ljós í Landsrétti. Þá sýna tölvupóstar Bændasamtaka Íslands og lögmanna MS til Skattsins og fjármálaráðuneytisins einnig hvernig þrýst var á tollskrárbreytinguna.