Danól ehf., sölu- og markaðs­fyrir­tæki með mat­væli sem er í 100% eigu Öl­gerðarinnar, stefndi ís­lenska ríkinu í gær fyrir m. a. að hafa leynt mikil­vægum gögnum fyrir Lands­rétti er ríkið hafði betur gegn Danól í deilum um toll­skráningu á pítsu­osti með við­bættri jurta­olíu.

Lands­réttur dæmdi ís­lenska ríkinu í hag eftir ára­langar deilur sem hófust er Bænda­sam­tök Ís­lands og Mjólkur­sam­salan sóttu að stjórn­völdum um að pítsu­osturinn, Festino IQF Mozzarella Pizza Mix, yrði flokkaður í 4. kafla toll­skrárinnar, sem ber háa tolla, bæði magn- og verð­tolla, í stað þess að flokkast í 21. kafla, sem ber enga tolla.

Danól fékk bak­reikning upp á hátt í þrjú hundruð milljónir og segir í stefnunni að toll­skráning vörunnar gerði inn­flutning hennar til landsins ó­mögu­lega þar sem á­lagning hárra gjalda leiddi til þess að enginn á­vinningur var af því að selja hana.

Á­skrif­endur geta lesið um­fjöllun Við­skipta­blaðsins hér en þar er farið yfir þau víða­miklu gögn sem litu ekki dagsins ljós í Lands­rétti. Þá sýna tölvu­póstar Bænda­sam­taka Ís­lands og lög­manna MS til Skattsins og fjár­mála­ráðu­neytisins einnig hvernig þrýst var á toll­skrár­breytinguna.