Epic Games, tölvuleikjafyrirtæki sem framleiðir m.a. hina vinsælu Fortnite tölvuleiki, hefur sakað Alphabet, móðurfélag Google, og Samsung, stærsta símaframleiðandi heims á símum með Android stýrikerfi, um að stunda samráð til að verja Google Play smáforritaverslunina fyrir samkeppni.
Epic Games hefur höfðað mál á hendur stórfyrirtækjanna fyrir dómstól í Kaliforníu.
Tölvuleikjafyrirtækið vill meina að Samsung nýti sér öryggisforritið Auto Blocker til að beina notendum frá því að niðurhala smáforritum annars staðar frá en í Play Store og Samsung Galaxy store.
Samsung neitar sök og hyggst verjast „tilhæfulausum ásökunum“ Epic Games en forsvarsmenn Google hafa ekki enn tjáð sig um ásakanirnar.