Sala á fólksbílum í Kína dróst saman um 12,1% í janúar og að sögn kínverska bílasambandsins seldust ekki nema 1,79 milljónir bíla þar í landi. Frá janúar hefur sala fólksbíla síðan dregist saman um 32% og er í sögulegri lægð.
Samkvæmt WSJ var búist við þessari þróun þar sem mikil óvissa ríkti um framlengingu ríkisstyrkja eftir áramót. Sú óvissa varð til þess að margir mögulegir kaupendur flýttu bílakaupum sínum fyrir árslok.
Kínverska bílasambandið (e. CPCA) viðheldur hins vegar jákvæðum horfum fyrir rafbílageirann og spáir áframhaldandi sölu á þessu ári. Sambandið spáir 23,4 milljónum seldra fólksbíla á þessu ári, eða 2% fleiri en árið 2024.
Kínverjar fluttu þá út 380 þúsund fólksbíla í janúar, eða 3% fleiri milli ára en þó 6% færri en í desember. Útflutningur kínverskra rafbíla jókst þá um 29,4% milli ára.