Félagið de la Sól ehf., sem er í eigu tónlistarkonunnar Sölku Sólar Eyfeld, skilaði 7 milljóna króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári, samanborið við 3,9 milljónir árið 2020. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi.
Sala de la Sól nam 16,3 milljónum í fyrra og jókst um 40% á milli ára. Tekjur félagsins hafa aldrei verið meiri frá stofnun árið 2015. Salka sagði við Vísi árið 2015 að hún hefði stofnað félagið utan um verktakastarfsemi sína.
Rekstrargjöld félagsins námu 7,5 milljónum í fyrra en þar af voru laun og launatengd gjöld rúmar 5 milljónir.
Eignir de la Sól voru bókfærðar á 14,7 milljónir í lok síðasta árs og samanstóðu alfarið af óbundnu handbæru fé. Eigið fé nam 11,6 milljónum. Félagið greiddi út 5 milljónir í arð á síðasta ári.