Eignarhald ehf., móðurfélag auglýsingarstofunnar Pipar/TBWA, tapaði 17 milljónum króna í fyrra, samanborið við 72 milljóna króna hagnað árið áður. Velta félagsins nam 202 milljónum og dróst saman um 93 milljónir milli ára.
Velta samstæðunnar, sem telur einnig m.a. Pipar auglýsingastofu ehf., Pipar Media ehf., Ceedr ehf., og Ghostlamp ehf., nam tæplega 1,9 milljörðum króna en nam rúmlega 1,9 milljörðum árið 2023.
Samdráttur varð einnig hjá annarri af stærstu auglýsingastofum landsins en auglýsingastofan Hvíta húsið hagnaðist um 9 milljónir króna í fyrra, samanborið við 41 milljóna hagnað árið 2023. Rekstrartekjur námu ríflega 1,6 milljörðum króna og drógust saman um 37 milljónir milli ára.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.