Dressmann á Íslandi hagnaðist um 97 milljónir króna sem er samdráttur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 124 milljónum.

Tekjur drógust einnig saman. Þær fóru úr 835 milljónum árið 2023 í 732 í fyrra. Í skýrslu stjórnar segir að eldsvoðinn í Kringlunni síðasta sumar sé meginástæða samdráttarins. Vegna hans var versluninni í Kringlunni lokað í 10 vikur.

Stjórn Dressmann lagði til 150 milljóna króna arðgreiðslu vegna síðasta rekstrarárs. Petter Varner er forstjóri Dressmann samstæðunnar.

Lykiltölur / Dressmann á Íslandi ehf.

2024    2023
Rekstrartekjur  732   835
Eigið fé  658    561
Eignir    761    660
Afkoma    97    124
– í milljónum króna