Sam­félags­miðla­fyrir­tæki Donalds Trumps Bandaríkja­for­seta er að ganga frá kaupum á öllu hluta­fé raf­mynta­kaup­hallarinnar Bakkt.

Um er að ræða Trump Media and Technology Group sem Trump á 53% hlut í en félagið á og rekur sam­félags­miðilinn Truth Social.

Sam­kvæmt Financial Times eru viðræðurnar langt komnar og er virði raf­mynta­kaup­hallarinnar um 150 milljónir Bandaríkja­dala í við­skiptunum.

Velta með bréf TMTG hefur verið gríðar­leg eftir að Trump var kjörinn for­seti í byrjun mánaðar en félagið fór á markað með sér­hæfðu yfir­tökufélagi fyrr á árinu.

Markaðsvirði félagsins er um 6 milljarðar Bandaríkja­dalir en tekjur þess það sem af er ári eru um 2,6 milljónir dala.

Hluta­bréfa­verð Bakkt rauk upp um 162% eftir að FT greindi frá yfir­töku­til­boðinu. Hluta­bréf í TMTG hafa hækkað um 16,7%