Sam­hentir Kassa­gerð hefur náð samkomulagi um kaup á Formar ehf. en hið síðar­nefnda er nýtt fé­lag sem var stofnað utan um reksturinn á frauð­plast­deild Borgar­plasts að Ás­brú í Reykja­nes­bæ eftir söluna á hverfi­s­teypu­verk­smiðju til Um­búða­miðlunar. Viðskiptin eru nú til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu.

Um­breyting, fram­taks­sjóður í rekstri Alfa Fram­taks, keypti Borgar­plast og Plast­gerð Suður­nesja árið 2018.

Um hálfs milljarðs velta

Á heima­síðu Borgar­plast er greint frá því að síðasta sumar urðu breytingar á eignar­haldinu eftir að Um­búða­miðlun keypti hverfi­s­teypu­verk­smiðjuna á­samt nafninu Borgar­plast.

Frauð­plast­deildin varð eftir í eigu fram­taks­sjóðs Alfa Fram­taks og var nafninu breytt í Formar ehf.

Kaup­verðið er ekki gefið upp í við­skiptunum en sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins var velta For­mars ehf. um 500 milljónir í fyrra. Hið ný­stofnaða fé­lag á enn eftir að skila fyrsta árs­reikningi.

Samhentir veltu 6,8 milljörðum árið 2022

Samhentir Kassagerð hagnaðist um 431 milljón króna árið 2022 eftir að hafa hagnast um 339 milljónir árið áður.

Rekstrartekjur námu 6,8 milljörðum og jukust um 11% milli ára.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi segir að reksturinn hafi gengið vel og í samræmi við áætlanir. Bent er á að EBITDA hafi batnað um 202 milljónir milli ára.