Katrín Atla­dóttir, fyrr­verandi borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, segir ljóst að í­búa­ráðin sem Píratar komu á í Reykja­vík eru al­gjör­lega til­gangs­laus.

„Þegar ég sat í borgar­stjórn af­plánaði ég þrjú ár í í­búa­ráði Laugar­dals. Ég segi af­plánaði því ég veit fátt ömur­legra en fundi sem hafa engan til­gang og skila engum niður­stöðum. Ný­legar fréttir af sam­skiptum borgar­starfs­manna stað­festa að í­búa­ráðin eigi hvorki að hafa til­gang né skila niður­stöðum,” skrifar Katrín í aðsendri grein í Við­skipta­blaðinu.

Hún segir að í­búa­ráðin voru endur­vakin „því Pírötum þykir mikil­vægt að vera með í­búa­lýð­ræði þó það sé bara sýndar­lýð­ræði.“

„Píratar elska reyndar fátt meira en fundi með engan til­gang. Þannig má sjá á fundar­gerðum ný­stofnaðs staf­ræns ráðs að þar er haldinn fundur eftir fund með engu á dag­skrá nema kynningum; engar til­lögur, engar niður­stöður, ekkert til að fylgja eftir.“

Katrín segir að henni hafi orðið ljóst frá fyrsta fund að í­búa­ráðin væru al­gjör­lega vald­laus og þar með til­gangs­laus. Á fundunum eru kynningar og full­trúar íbúa hvattir til að bóka sína af­stöðu. Þær bókanir hverfa í kerfinu án frekari á­huga á þeim.

„Ár­legur kostnaður við í­búa­ráðin hleypur á tugum milljóna. For­maðurinn sem í öllum til­fellum er dug­legur fram­bjóðandi sem náði ekki árangri í kosningum fær á annað hundrað þúsund í laun á mánuði fyrir að stýra einum fundi,“ skrifar Katrín.

„Að auki ná borgar­full­trúar sem sitja þar þriggja nefnda á­lagi og þar með 25% á­lagi á grunn­launin. Það kom mér því stór­kost­lega á ó­vart að þegar niður­skurðar­til­lögur voru kynntar ný­lega vegna bágrar fjár­hags­stöðu borgarinnar að sjá ekki í­búa­ráðin þar efst á lista.“

„Kannski finnst meiri­hlutanum mikil­vægt að geta hakað í box um að upp­lýsingar hafi borist í­búum, þó bara þær upp­lýsingar sem hentar að þeim berist, eins og kom í ljós þegar starfs­menn í­búa­ráðanna og lýð­ræðis­skrif­stofu vörpuðu sam­skiptum sínum ó­vart á netið. Í­búa­lýð­ræði í Reykja­vík er bara plat. Þetta blasir við. Sem sendi­boðinn bið ég um eitt: don’t shoot the mess­en­ger and don’t hate the player,“ skrifar Katrín að lokum.