Hörður Arnar­son, for­stjóri Lands­virkjunar, segir að þegar það fer að kreppa að á næstu árum í orku­málum verður ekki við Lands­virkjun að sakast. Lands­virkjun hafi í­trekað bent á hvert stefnir árum saman en virðist tala fyrir daufum eyrum.

„Ís­lendingum hefur tekist að byggja upp raf­orku­kerfi sem er ein­stakt á heims­vísu. Það er ein­angrað, ó­tengt öðrum kerfum og með 100% endur­nýjan­lega orku sem verður æ verð­mætari. Þessu fylgja þó á­skoranir. Ár­leg orku­fram­leiðsla á Ís­landi er ekki föst tala, heldur sveiflast hún milli ára eftir náttúru­öflunum. Flestir raf­orku­not­endur þurfa hins vegar for­gangs­orku sem af­hent er öll ár óháð stöðu í vatns­bú­skapnum. Nú er svo komið að for­gangs-raf­orku­kerfi Lands­virkjunar er nánast full­nýtt,“ skrifar Hörðurí Við­skipta­blaðinusem kom út í morgun.

Hörður Arnar­son, for­stjóri Lands­virkjunar, segir að þegar það fer að kreppa að á næstu árum í orku­málum verður ekki við Lands­virkjun að sakast. Lands­virkjun hafi í­trekað bent á hvert stefnir árum saman en virðist tala fyrir daufum eyrum.

„Ís­lendingum hefur tekist að byggja upp raf­orku­kerfi sem er ein­stakt á heims­vísu. Það er ein­angrað, ó­tengt öðrum kerfum og með 100% endur­nýjan­lega orku sem verður æ verð­mætari. Þessu fylgja þó á­skoranir. Ár­leg orku­fram­leiðsla á Ís­landi er ekki föst tala, heldur sveiflast hún milli ára eftir náttúru­öflunum. Flestir raf­orku­not­endur þurfa hins vegar for­gangs­orku sem af­hent er öll ár óháð stöðu í vatns­bú­skapnum. Nú er svo komið að for­gangs-raf­orku­kerfi Lands­virkjunar er nánast full­nýtt,“ skrifar Hörðurí Við­skipta­blaðinusem kom út í morgun.

Hörður segir að í þessari þröngu stöðu á raf­orku­markaði fari eftir­spurn eftir raf­orku vaxandi.

„Aukning hjá heimilum og smærri fyrir­tækjum er um 5-10 MW/ári. Stjórn­völd hafa jafn­framt sett sér metnaðar­full mark­mið um orku­skipti á landinu og stefna að því að hætta notkun jarð­efna­elds­neytis fyrir lok árs 2040. Ár­lega eru fluttir inn um milljón lítrar af bensíni og olíu svo það gefur auga leið að það þarf tölu­verða, inn­lenda orku­fram­leiðslu til þess að vega upp á móti því.“

„Jafn­framt er vilji til að byggja upp öflugt at­vinnu­líf og sem betur fer hafa nýir, á­huga­verðir við­skipta­vinir, til dæmis í mat­væla­fram­leiðslu og gagna­verum, verið að gera samninga um orku­kaup. Í þessum greinum eru mikil upp­byggingar­á­form sem verða orku­frek,” skrifar Hörður enn frekar.

Mæta hindrunum sem mun auka orkuskortinn

Hörður bendir á að raf­magni verður því miður ekki tappað á flöskur. Um­fram­orkan sem verður til þegar vatns­bú­skapurinn er góður hefur verið seld á lægra verði, enda er af­hendingin ekki tryggð.

„Fyrir­tæki sem hafa verið að nýta sér þessa skerðan­legu orku á undan­förnum árum, eins og fiski­mjöls­bræðslur og einnig til hús­hitunar á köldum svæðum, vilja í auknum mæli tryggja sér örugga for­gangs­orku. Reynt verður að mæta því en það er því miður ekki víst að hún verði í boði. Það verður ein­fald­lega ekki hægt að anna af­hendingu á for­gangs­orku á næstu árum án frekari orku­öflunar. Það þýðir að aðilar munu ekki fá raf­orku til starf­semi sem þegar hefur verið byggð á Ís­landi, hvað þá að hægt verði að bæta þar við,” skrifar Hörður.

Þar kemur Lands­virkjun hins vegar að hindrun sem mun enn auka á orku­skortinn á næstu árum.

„Það tekur nefni­lega langan tíma að byggja nýjar virkjanir. Gera má ráð fyrir 3-4 ára fram­kvæmda­tíma í vatns­afli og jarð­varma – eftir að öll leyfi liggja fyrir. Leyfis­veitingar­ferli fyrir nýjar virkjanir er því miður gríðar­lega þungt í vöfum og ó­skil­virkt, stofnanir sem eiga að sinna því virða t. a. m. ekki tíma­fresti og mikil­vægi frekari orku­vinnslu fyrir sam­fé­lagið er ekki haft að leiðar­ljósi.“

Á sama tíma eru aðrar vest­rænar þjóðir á þver­öfugri leið, þar sem mikil á­hersla er lögð á að ein­falda leyfis­veitingar fyrir virkjun grænnar orku.

„António Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, sendi enda frá sér á­kall til heims­byggðarinnar að gera allt sem hægt er til að sporna gegn lofts­lags­vánni og hraða upp­byggingu endur­nýjan­legrar orku­vinnslu,” skrifar Hörður.

Á­skrif­endur geta lesið grein Harðar í heild sinni hér.