Baldvin Arnar Samúelsson, formaður stjórnar hjá Ösp líftryggingarfélagi, gagnrýnir þá töf sem hefur orðið á afgreiðslu Seðlabanka Íslands um starfsleyfi félagsins en Ösp sendi inn umsókn um starfsleyfi sem vátryggingafélag á sviði persónutrygginga í ágúst á síðasta ári.

Á þeim tíma sagði Baldvin í samtali við Viðskiptablaðið að félagið vildi bjóða viðskiptavinum sínum upp á líf- og persónutryggingar með fjölbreyttu vöruframboði.

„Félagið ætlar sér að koma með ferskan andblæ sem þorir að hreyfa við norminu nokkuð eins og Nova hefur tekist í rótgrónu umhverfi, ekkert ósvipað og Ösp mun þurfa takast á við,“ sagði Baldvin á síðasta ári.

Baldvin Arnar Samúelsson, formaður stjórnar hjá Ösp líftryggingarfélagi, gagnrýnir þá töf sem hefur orðið á afgreiðslu Seðlabanka Íslands um starfsleyfi félagsins en Ösp sendi inn umsókn um starfsleyfi sem vátryggingafélag á sviði persónutrygginga í ágúst á síðasta ári.

Á þeim tíma sagði Baldvin í samtali við Viðskiptablaðið að félagið vildi bjóða viðskiptavinum sínum upp á líf- og persónutryggingar með fjölbreyttu vöruframboði.

„Félagið ætlar sér að koma með ferskan andblæ sem þorir að hreyfa við norminu nokkuð eins og Nova hefur tekist í rótgrónu umhverfi, ekkert ósvipað og Ösp mun þurfa takast á við,“ sagði Baldvin á síðasta ári.

Baldvin segir ferlið hafa tekið langan tíma en er þó bjartsýnn á að bankinn afgreiði umsókn félagsins fyrir áramót. „Við erum á fullu að undirbúa félagið fyrir stórsókn á líftryggingamarkaðinn hér á landi og erum spenntir að hefja þá vegferð.“

Hann bætir við að það skipti miklu máli fyrir neytendur að starfsemi geti hafist sem fyrst þar sem um sé að ræða félag sem sé að fara inn á fákeppnismarkað.

Baldvin bætir við að ráðningarferli starfsmanna sé byrjað og hafi mikill fjöldi þegar sótt um. „Við ætlum okkur að hrista verulega upp á þessum markaði til hagsbóta fyrir neytendur og bíðum spennt eftir að geta afgreitt fyrstu trygginguna okkar.“