Hugmyndin að vörumerkinu Vecct á sér rætur að rekja til ítölsku borgarinnar Mílanó en þar starfaði Íslendingurinn Guðmundur Magnússon sem fatahönnuður. Á þeim tíma fór hann einnig að fá mikinn áhuga á hlaupi.

Guðmundur hafði þá unnið við að hanna föt í samræmi við hinn faglega ítalska stíl en vildi fá að breyta aðeins til og finna leið til að sameina bæði tískukunnáttu sína og eins nýja áhugamálinu.

Hugmyndin að vörumerkinu Vecct á sér rætur að rekja til ítölsku borgarinnar Mílanó en þar starfaði Íslendingurinn Guðmundur Magnússon sem fatahönnuður. Á þeim tíma fór hann einnig að fá mikinn áhuga á hlaupi.

Guðmundur hafði þá unnið við að hanna föt í samræmi við hinn faglega ítalska stíl en vildi fá að breyta aðeins til og finna leið til að sameina bæði tískukunnáttu sína og eins nýja áhugamálinu.

Eigendur hafa einnig staðið fyrir söfnun á heimasíðu sinni en henni lauk rétt fyrir helgi. Þar var hægt að styrkja vörumerkið og á sama tíma gerast stofnandameðlimur Vecct. Tilgangurinn var þá bæði að safna fyrir vörunni og eins búa til samfélag í kringum viðskiptavini.

„Markaðurinn fer stækkandi og Ísland er fullkomið tilraunaumhverfi fyrir alþjóðlegan hlaupafatnað. Ef það virkar á Íslandi þá ætti það að geta virkað hvar sem er,“ segir Guðmundur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.