Neyt­enda­stofa hefur sektað Hea­l­ing Iceland ehf. vegna full­yrðinga fé­lagsins um lyfja­virkni snyrti­vara sem inni­halda CBD og eru seldar á vef­síðu fé­lagsins undir vöru­merkinu „Sproti.“

Að mati Neyt­enda­stofu eiga neyt­endur að geta stólað á að full­yrðingar um eins mikil­væga hags­muni og heilsu manna væru sannar.

„Það gildi ekki síst þegar um sé að ræða snyrti­vöru sem er sögð hafa virkni sem lyf og krefst markaðs­leyfis til að selja hér á landi. Það sé lík­legt að neyt­endur stóli á birtar upp­lýsingar að þessu leyti og byggi kaup­hegðun sína á þeim,“ segir í á­kvörðun Neyt­enda­stofu.

Hélt Hea­l­ing Iceland því meðal annars fram að rann­sókn á heima­síðu fé­lagsins, sem skrifuð var af fyrir­svars­manni fé­lagsins um stöðu CBD í dag, væri fræði­grein sem byggð væri á við­eig­andi heimildum.

„Lík­legar til að raska veru­lega fjár­hags­legri hegðun neyt­enda“

Segir stofnunin að við­skipta­hættir þessir væru til þess fallnir að valda því að hinn al­menni neytandi sem full­yrðingarnar beinast að taki við­skipta­á­kvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.

„Þá eru full­yrðingarnar lík­legar til að raska veru­lega fjár­hags­legri hegðun neyt­enda.“

Neyt­enda­stofa benti á að bæta bæri markaðs­efni fé­lagsins heild­stætt. „Bæri því að líta á birtar færslur á sölu­síðu fé­lagsins sem markaðs­setningu á vörum þeirra, ekki síst vegna þess að með greininni mátti jafn­framt finna mynd af einni vöru fé­lagsins.“

Benti stofnunin jafn­framt á að það væri ein­fald­lega bannað að full­yrða um lyfja­virkni vöru sem hefði ekki hlotið markaðs­leyfi sem lyf.

Hea­l­ing Iceland þarf að borga 100.000 kr. vegna brota sinna.