Byggingafélag Áshamars 42-48, Hamravellir ehf., sem stofnað var árið 2021, seldi fasteignir fyrir 3,3 milljarða króna á síðasta ári.

Félagið hagnaðist um 548 milljónir króna í fyrra. Áshamar er í Hamrahverfi í Hafnarfirði. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði 120 milljóna arður til hluthafa árið 2025.

Stjórnina skipa þeir Gísli Johnsen og Ingi Már Ljótsson auk Óskars og Þrastar Auðunssona. Aðalverktaki framkvæmda við Áshamar er Verkland, sem er í eigu Gísla og Inga.

Lykiltölur / Hamravellir ehf.

2024    2023
Rekstrartekjur  3.292 0
Eigið fé  534     -14
Eignir    2.020  2.168
Afkoma    548     -2
– í milljónum króna