Bíla­leiga Reykja­víkur var tekin til gjald­þrota­skipta í lok maí á þessu ári en þrota­búið aug­lýsti eignir bíla­leigunnar til sölu í Morgun­blaðinu í dag.

Um er að ræða fast­eignir að Arnar­velli 4, Suður­nesja­bæ, og Bogatröð 3, Reykja­nes­bæ „sem eru sér­stak­lega inn­réttaðar fyrir rekstur bíla­leigu eða sam­bæri­legan rekstur,“ sam­kvæmt aug­lýsingunni.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Lands­bankanum leysti bankinn til sín bíla­leigu­bíla sem voru veð vegna lána til Bíla­leigu Reykja­víkur sam­hliða rekstrar­stöðvun fyrir­tækisins.

Bílarnir hafa ekki verið seldir í út­boði heldur í gegnum bíla­sölur á höfuð­borgar­svæðinu og ná­grenni.

„Þar sem stór hluti bílanna voru bílar sem þykja hentugir til útleigu en hafa reynst fremur þungir í endursölu á almennum markaði voru stærstu bílaleigurnar upplýstar um að bílarnir væru til sölu,“ segir í svörum bankans við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins.

Auglýsing þrotabúsins í morgun.
Auglýsing þrotabúsins í morgun.
© Skjáskot (Skjáskot)

„Á­stand bílanna var mis­jafnt og um helmingur þeirra er enn ó­seldur. Hluti þeirra er þegar á sölu á nokkrum bíla­sölum og bætt er við jafnt og þétt eftir því sem vinnst að stand­setja þá fyrir sölu og eftir því sem að­stæður gefa til­efni til,“ segir í svöum Landsbankans.

Veltu 1,3 milljörðum árið 2022

Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi fé­lagsins frá árinu 2022 velti Bíla­leiga Reykja­víkur velti fé­lagsins um 1,3 milljörðum króna.

Fé­lagið hagnaðist um 137 milljónir króna en eigið fé fé­lagsins í árs­lok 2022 var nei­kvætt um tæpar 65 milljónir. Eignir fé­lagsins námu 2,1 milljarði króna.

Sjö vörumerki voru undir hatti Bílaleigu Reykjavíkur
Sjö vörumerki voru undir hatti Bílaleigu Reykjavíkur

Í skýrslu stjórnar var tekið fram að CO­VID-19 far­aldurinn hefði haft um­tals­verð á­hrif á rekstur fé­lagsins undan­farin ár en fé­lagið væri þó að vinna sig út úr vanda­málum frá CO­VID-tímanum.

Snorri Gunnar Steins­son átti 90% hlut í fé­laginu en fé­lagið átti sjálft 10%.